Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ramsay bestur í 1. deildinni
Föstudagur 19. október 2007 kl. 10:21

Ramsay bestur í 1. deildinni

Vefmiðillinn www.fotbolti.net opinberaði í gær lið ársins í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu þar sem Grindvíkingurinn Scott Ramsay var valinn besti leikmaður 1. deildar 2007. Athöfnin fór fram í húsakynnum KSÍ og voru fjórir Grindvíkingar í liði ársins.

 

Grindvíkingarnir í liði ársins voru þeir Scott Ramsay, Óli Stefán Flóventsson, Ray Anthony Jónsson og Paul McShane. Þá var hinn ungi og efnilegi Jósef Kristinn Jósefsson valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar en faðir hans tók á móti verðlaununum þar sem Jósef er staddur erlendis með U 19 ára landsliði Íslands.

 

Glæsilegt tímabil að baki hjá Grindvíkingum í sumar sem á næstu leiktíð munu leika í Landsbankadeildinni að nýju eftir að hafa unnið 1. deildina í sumar.

 

VF-Myndir/ [email protected] Á efri myndinni tekur Scott Ramsay við viðurkenningunni sem besti maður 1. deildar úr höndum Magnúsar Más Einarssonar, eins þriggja ritstjóra fotbolta.nets. Á neðri myndinni eru Grindvíkingarnir Scott Ramsay, Ray Jónsson og Óli Stefán en þá Paul og Jósef vantar á myndina. Lengst til vinstri er faðir Jósefs með verðlaun sonar síns.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024