Rallý um Keflavíkurhöfn í kvöld
Að árlegum sið lokar Akstursíþróttafélag Suðurnesja Keflavíkurhöfn fyrir almennri umferð svo rallýbílar geti keppt þar um tíma. Föstudaginn 6.júní og laugardaginn 7.júní fer fram Aðalskoðunar Rallý félagsins á Suðurnesjum.
Fyrsta sérleið Aðalskoðunar Rallsins verður um Nikkel svæði klukkan 18:10 en sérstaklega er þó mælt með því að áhorfendur komi sér fyrir í kringum Keflavíkurhöfn. Fyrsti bíll fer af stað klukkan 18:40 á föstudaginn, alls eru þrettán bílar skráðir í keppni að þessu sinni og keyrir hver bíll tvisvar um höfnina.
Akstursíþróttafélag Suðurnesja minnir á að almenn umferð um höfnina lokar klukkan 18:25 og er opnað aftur klukkan 20:00. Spáð er frábæru veðri og því fátt annað í stöðunni en að kíkja á ökutækin. Íslandsmeistarar síðasta árs eru Suðurnesjamennirnir Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson en þeir eru fremstir í rásröð á Subaru Imprezu.
Áhorfendaleiðarbók með upplýsingum um rásröð og aðrar sérleiðir í rallinu er að finna hér.