Rallað í Reykjanesbæ í dag og á morgun
Aðalskoðunarrall AÍFS 2013 hefst í dag og byrjar það hjá Aðalskoðun í Njaðrvík kl 17:00 en fyrsti bíll verður ræstur þar kl 18:00 og fyrstu tvær sérleiðir eknar um Nikkel svæðið fyrir neðan Reykjanesbraut.
Í kvöld kl. 20:00 verður svo ekinn innanbæjarleiði um Keflavíkurhöfnina og verður hún ekinn tvisvar. Þaðan halda bílarnir út á Ökugerði og fara þeir 2 umferðir þar um áður en komið er í viðgerðarhlé við Aðalskoðun í Njarðvík.
Á laugardaginn verður ræst aftur af stað kl 9:00 og þar haldið út á Djúpavatn og eknar 3 sérleiðir. Komið verður aftur í Reykanesbæ kl 14:00 þar sem að fyrsti bíll ræsir á Nikkelsvæðið. Þaðan verður haldið út í Helguvík þar sem að lokasérleiðin verður ekin. Sú leið er allveg stórkemmtileg og flott aðstaða fyrir áhorfendur.
Samansöfnun og verðlaunaafhending verður svo kl 15:30 við Aðalskoðun í Njarðvík. Það er Akstursírþóttafélag Suðurnesja sem að stendur að þessari keppni sem er fyrsta umferðin í Íslandsmótinu 2013.
Þess má svo geta að það eru 5 áhafnir frá Suðurnesjum að keppa.