Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rall á Suðurnesjum í dag og á morgun
Föstudagur 13. maí 2011 kl. 11:44

Rall á Suðurnesjum í dag og á morgun

Akstursíþróttafélag Suðurnesja heldur Tjarnagrill-Rallý AÍFS dagana 13. - 14. maí næstkomandi. Fjórtán Keppendur munu aka 17 sérleiðir víðsvegar um Suðurnesin en við byrjum á föstudeginum og komum til með að keyra 6 leiðir í nágrenni Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Föstudagurinn hefst á Patterson flugvelli þar sem að fyrsti bíll er ræstur kl 18:30 en þaðan förum við niður á Nikkel svæði
sem að ekin er stutt og áhorfendavæn sérleið. Dagurinn endar svo út í Helguvík en þar verður fyrsti bíll ræstur kl 20:45 við Fuglavík (ská á móti Múrbúðinni).


Við byrjum svo aftur á laugardagsmorgninum við Keifarvatn og keyrum sérleiðir í átt að Grindavík en þegar að þanngað er komið verður þjónustuhlé á planinu hjá Festi og er áætlað að vera þar kl 10:40.  Í þjónustuhléinu gefst öllum tækifæri til að fylgjast með þegar verið er að gera við og yfirfara bílana.  Kl. 11:20 verður ekinn áhorfendavæn sérleið um bryggjuna í Grindavík og þaðan út á Hópsnes sem að er mjög krefjandi leið.


Bryggjuleiðin er síðan ekin aftur kl. 11:45 og þá sem gestleið.  Eftir hádegið verða svo eknar nokkrar sérleiðir í grend við Reykjanesbæ en hápúnktur rallsins er auðvitað sérleið um Keflavíkurhöfnina sem verður ekinn í röð en fyrsti bíll verður ræstur inn á höfnina kl 15:30.  Endamarkið verður svo við Tjarnagrill í innri Njarðvík þar sem að verðlaunaafhending fer fram.


Hægt verður að fylgjast með gangi mála inn á www.aifs.is og einnig er hægt að nálgast þar nánari lýsingu á þessum leiðum.


Kv.
Stjórn AÍFS