Rakel og T1 Innanfélagsmeistarar FK
Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur var haldið síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu við Sunubraut. Mótinu var skipt í þrjá hluta. Í fyrstu tveimur var keppt í áhaldafimleikum og í þeim þriðja í hópfimleikum. Í fyrsta hluta kepptu yngstu iðkendur deildarinnar, þar er ekki keppt til verðlauna en allir iðkendur fá að sýna hvað í þeim býr og í lokin allir verðlaunapening fyrir þátttökuna. Í öðrum hluta var keppt í 6 þrepi yngra og eldra, og í 4 og 5 þrepi íslenska fimleikastigans. Úrslitin koma hér fyrir neðan í samanlögðum einkunum.
6. þrep yngri
Marín Veiga Guðbjörnsdóttir með 55,9 stig
Aðalheiður Lind Björnsdóttir með 54,3 stig
Lilja Björk Ólafsdóttir með 54,3 stig
6. þrep eldri
Harpa Hrund Einarsdóttir með 54,1 stig
Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir með 51,9 stig
Salka Björt Kristjánsdóttir með 51,6 stig
5. þrep
Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir með 55,4 stig
Björk Gunnarsdóttir með 53,6 stig
Ása Böðvarsdóttir með 51,4 stig
4. þrep
Rakel Halldórsdóttir með 55,8 stig
Helena Rós Gunnarsdóttir með 54,65 stig
Ólöf Rún Guðsveinsdóttir með 53,3 stig
Hér má sjá nánari úrstlit: 6. þrep yngri, 6. þrep eldri, 5. þrep og 4 þrep.
Rakel Halldórsdóttir er því innanfélagsmeistari í áhaldafimleikum 2008.
Í þriðja hluta var keppt í hópfimleikum. Sjö lið kepptu sín á milli um innanfélagsmeistarann í hópfimleikum. Hér koma úrslit í samanlögðum einkunnum.
T1 með 25,48 stig. Liðið er skipað: Arndísi, Berglindi, Brynju, Díönu, Elísu, Elvu, Guðrúni, Hólmfríði, Huldu Sif, Louisu, Olgu, Selmu, Sigríði Evu, Sigríði, Snædísi og Sunnevu
T2-I með 22,95 stig. Liðið er skipað: Evu, Joanna, Kristinu, Ósk, Thelmu, Ásdísi, Elvu Dögg, Anítu Sif, Elvu Maríu, Halldóru, Helgu Rún, Sigurbjörgu, Magneu, Helene og Sigfríði.
T2-II með 21,2 stig. Liðið er skipað: Ingunni Köru, Ingunni Maríu, Ólöf Birnu, Sæunni, Selmu Rún, Gunnhildi, Alexander, Katínu, Aldísi, Hildigunni, Alexsander og Helgu Eden.
T-1 er því innanfélgasmeistari í hópfimleikum 2008