Rahshon tekur pokann sinn
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Rahshon Clark, en hann hefur ekki þótt standa undir væntingum það sem af er tímabils.
Frá því að Rahshon hóf æfingar með Keflavík, var ljóst að það var margt sem vantaði upp á hjá honum miðað við þann styrk sem Keflavíkur-liðinu vantaði frá erlendum leikmanni. Honum var þó gefin lengri aðlögunartími til þess að bæta leik sinn, en þær betrumbætur hafa aldrei komið. Þar af leiðandi telur stjórn að skynsamlegast sé að segja upp samningi sínum við Rahshon og óskum við honum velfarnaðar í lífinu.
Stjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um nýjan kana sem mun fylla upp í skarð Rahshon og verður liðið því skipað alíslenskum leikmönnum, enda höfum við úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Það skal einnig tekið fram að uppsögn þessi tekur strax gildi og mun Rahshon því ekki spila með gegn KR á fimmtudaginn næstkomandi, segir í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.