Ragnheiður Sara sú sjötta eftir fyrsta keppnisdag
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 6. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Heimsleikunum í Crossfit sem fram fara í Madison Wisconsin í Bandaríkjunum þessa dagana.
Keppt verður í fjórum greinum í dag og byrjar keppni Söru klukkan 15. Nánari lýsingar á greinunum má finna á heimasíðu leikanna.
Systurnar Stefanía og Jóhanna Júlíu Júlíusdætur eru einnig í eldlínunni í Bandaríkjunum en þær keppa með liði Crossfit XY. Eftir fyrsta dag er þeirra lið í 21. sæti af 38 liðum.
Systurnar Stefanía og Jóhanna.