Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ragnheiður Sara sigraði á Granítleikunum
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á Heimsleikunum í júlí
Miðvikudagur 16. september 2015 kl. 07:00

Ragnheiður Sara sigraði á Granítleikunum

Enn ein rósin í hnappagatið

Crossfitkonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði á Granítleikunum svokölluðu sem fram fóru í Minnesotafylki í Bandaríkjunum síðustu helgi. Enn ein rósin í hnappagat hennar en árangur hennar á árinu hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum.

Sara, eins og hún er oftar en ekki kölluð, lauk keppni með 1095 stig, eða 99 stigum meira en næsta kona á eftir henni og náði þeim frábæra árangri að lenda aldrei neðar en í 7. sæti í neinni einstakri grein sem er magnaður árangur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir sigurinn hlaut Sara 25.000 dollara verðlaunafé, eða 3 milljónir íslenskra króna. Sara varð Evrópumeistari í crossfit fyrr á árinu og hafnaði svo í þriðja sæti á Heimsleikunum í júlí í Kaliforníu og er því óhætt að segja að árið 2015 verði eftirminnilegt fyrir þessa ungu Njarðvíkurmær sem stefnir á sigur í  Íslandsmótinu sem fram fer í næsta mánuði en hún ferðast til Sviss í dag þar sem hún mun taka þátt í parakeppni í crossfit.