Ragnheiður Sara önnur á Íslandsmótinu
Aðeins heimsmeistarinn skákaði henni
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í Crossfit sem fram fór um helgina. Aðeins heimsmeistarinn sjálfur Katrín Tanja Davíðsdóttir náði betri árangri, en aðeins munaði 15 stigum á þeim stöllum.
Ragnheiður Sara sigraði í fimm greinum af tíu en Katrín Tanja náði að hala inn fleiri stigum þrátt fyrir að sigra aðeins í þremur greinum. Eins og kunnugt er hafnaði Ragnheiður Sara í þriðja sæti á heimsleikunum í sumar eftir að hafa fagnað Evrópumeistaratitli fyrr á árinu. Hún hefur sannarlega átt frábært ár en varð að sætta sig við naumt tap um helgina þrátt fyrir harða baráttu allt til loka.
Jóhanna Júlía Júlíusdóttir frá Crossfit Suðurnes stóð sig einnig vel á mótinu og hafnaði í 9. sæti.
Aðrir keppendur frá Suðurnesjum komust ekki í efstu tíu sætin en lokastöðuna má sjá hér.