Ragnheiður Sara keppir á Heimsleikunum í dag
Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir á mótinu. Leikarnir standa yfir alla helgina og nýir heimsmeistarar verða krýndir um miðnætti á sunnudag. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu Vísis hér.
Keppt verður í þremur æfingum í dag, fimmtudag en sú fyrsta hófst klukkan 13. Í þeirri æfingu hlaupa keppendur 2,4 kílómetra, synda 500 metra og hlaupa svo aftur 2,4 kílómetra. Önnur æfingin er hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla þrjá hringi á fjallahjólabraut. Lokaæfingin hefst svo klukkan 21:25 í kvöld.
Nánari upplýsingar um leikana má nálgast á heimasíðu leikanna.