Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ragnheiður Sara í 3. sæti á heimsvísu!
Ragnheiður Sara er að stimpla sig inn sem ein af fremstu Crossfit-konum í heimi um þessar mundir.
Föstudagur 3. apríl 2015 kl. 08:00

Ragnheiður Sara í 3. sæti á heimsvísu!

Svæðismót Evrópudeildar í Danmörku í maí ákveður þáttökurétt á heimsleikum.

Opinni undankeppni heimsleikanna í Crossfit er nú lokið en keppendur þurftu að skila inn skori úr 5 æfingum á 5 vikna tímabili. Sara hefur verið á topp 10 listanum frá því í fyrstu æfingu og náði hæst 4. sætinu í síðustu viku. Að sögn Söru er þessi árangur framar hennar björtustu vonum en hún hafði sett sér markmið að sigra í einni af 5 greinum á Evrópulistanum. Sara gerði gott betur en það og sigraði í tveimur og varð svo í 3. sæti og 4. sæti í tveimur æfingum. 
 
Sara er þó ekki búin að tryggja sér sæti á heimsleikunum sem fara fram í sumar í Carson í Kaliforníufylki. Til þess þarf hún að landa einu af fimm efstu sætunum á svæðismóti Evrópudeildarinnar sem að fram fer í Ballerup Arena í Kaupmannahöfn í enda maímánaðar. Þar eigast við 30 efstu konurnar úr opnu undankeppninni og miðað við árangur hennar þar er ljóst möguleikar Söru á að vinna sér inn sæti á Heimsleikunum verða að teljast nokkuð góðir. Stúlkan er í feykilega góðu formi og aðeins tvöfaldur heimsleikameistari, Annie Mist Þórisdóttir, er fyrir ofan hana á Evrópulistanum í ár. 
 
Nú þegar er hópur stuðningsmanna að skipuleggja ferð til Kaupmannahafnar að fylgjast með svæðismótinu í maí. Flestir þeirra eru iðkendur hjá Crossfit Suðurnes, þar sem að Ragnheiður Sara er yfirþjálfari.
 
Ragnheiður Sara ætlaði sér að sigra í einni æfingu af 5 en hefur sigrað í tveimur og aldrei endað neðar en í 4. sæti.
 
 
Víkurfréttir munu að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast með framgangi mála hjá Ragnheiðu Söru sem að fer nú á fullt að undirbúa sig fyrir keppnina í Danmörku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024