Ragnarsbikarinn í Reykjaneshöllinni á laugardag
Fjöldi kunnra knattspyrnukappa munu taka fram knattspyrnuskóna í Reykjaneshöllinni næsta laugardag en þá verður keppt um Ragnarsbikarinn í annað sinn. Mótið er til minningar um Ragnar Margeirsson, knattspyrnumann úr Keflavík sem lést 2002..
Við, sem stöndum að mótinu leggjum aðal áherslu á að þetta verði skemmtileg uppákoma og nú erum við að halda mótið í annað sinn. Það tókst mjög vel í fyrra og ágóði af mótinu fór til styrktarfélagsins Lundar. Markmiðið er að hittast og deila saman góðum minningum og eiga glaðan dag í knattspyrnu,“ sagði Sigurður Garðarsson, einn forsvarsmanna mótsins.
Þessar myndir eru frá mótinu í fyrra í Reykjaneshöllinni. Á efri myndinni má sjá Valþór Sigþórsson fyrrverandi leikmann Keflavíkur og á þeirri neðri á Sigurð Björgvinsson sem lék lengst af með Keflavík en einnig með KR, í leik gegn KR.