Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 15. maí 2003 kl. 08:46

Ragnars-mótið í knattspyrnu haldið laugardaginn 17. maí

Eldri leikmenn hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur munu halda knattspyrnumót til minningar um Ragnar Margeirsson, fyrrum leikmann Keflavíkurliðsins og íslenska landsliðsins. Mótið fer fram laugardaginn 17. maí í Reykjaneshöllinni og byrjar kl. 14.30 og stendur yfir til 18.30.Leikið verður á fjórum völlum samtímis (32 x 50 m) og er áætlað að hvert lið spili 5-6 leiki. Leiktími er 2 x 10 mínútur og gengur sama klukka fyrir alla velli. Leikmannafjöldi í hverju liði er 5 + 1 (markvörður)
Þátttökutilkynningar skulu berast undirrituðum eigi síðar en mánudaginn 12. maí. Bikar verður veittur fyrir fyrsta sæti og gull, silfur og brons. Mótinu líkur með verðlaunaafhendingu og smá sprelli og spjalli á efri hæðinni í höllinni.

Þátttökugjald er 4000 kr á lið.

Með kærri kveðju og von
um góð og skjót viðbrögð.
f.h.eldri leikmanna
Keflavíkur
Freyr Sverrisson
S:897-8384
Netfang: [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024