Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ragnars Margeirssonar minnst
Laugardagur 29. september 2012 kl. 08:00

Ragnars Margeirssonar minnst

Fyrir leik Keflavíkur og Breiðabliks minntust Keflvíkingar framherjans og landsliðsmannsins Ragnars Margeirssonar en hann lést fyrir tíu árum síðan og hefði orðið fimmtugur í sumar.

Leikmenn Keflavíkur komu inn á knattspyrnuvöllinn í bol með mynd af Ragnari. Þá var flutt stutt tala um feril Ragnars en hann lék lengst af með Keflavík en einnig með KR og Fram á Íslandi. Ragnar átti einnig atvinnumannsferil í Belgíu og víðar. Hann skoraði 83 mörk fyrir Keflavík í 224 leikjum og varð bikarmeistari með Fram. Þá lék hann 46 A-landsleiki og skoraði í þeim 5 mörk og 21 unglingalandsleik þar sem hann skoraði 7 mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024