Ragnari Erni Péturssyni veitt Gullmerki Keflavíkur
Einar Haralds endurkjörin formaður á aðalfundi Keflavíkur
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur og Kári Gunnlaugsson varaformaður heimsóttu Ragnar Örn Péttursson á heimili hans til að heiðra hann fyrir vel unnin störf fyrir Keflavík í gegnum tíðina. Ragnar Örn glímir við veikindi og átti því ekki heimagengt á aðalfund Keflavíkur til að taka á móti viðurkenningunni. Á aðalfundinum var Einar Haraldsson endurkjörinn formaður félagsins og stjórn félagsins hélst óbreytt. Gullheiðursmerki Keflavíkur var veitt Ragnari Erni og Ellerti Eiríkssyni.
Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ veitti blakdeild Keflavíkur fyrstu vottun sína sem fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ einnig var endurnýjuð vottun badminton-, fimleika-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skot, og sunddeild. Eru þá allar deildir félagsins með gæðavottun ÍSÍ.
Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ sæmdi Einar Helga Aðalbjörnsson og
Odd Sæmundsson fékk starfsmerki UMFÍ á aðalfundinum.
Starfsbikar félagsins var veittur Ólafi S. Guðmundssyni.
Rekstur félagsins er góður og er rekstrar niðurstaðan jákvæð. Stjórnir deilda félagsins eiga mikið hrós skilið fyrir gott starf og góða stjórnun á fjármálum deilda.
Starfsmerki Keflavíkur fyrir stjórnarsetu voru veitt að aðalfundum deilda.
Gullmerki: Þorsteinn Magnússon knattspyrnudeild.
Silfurmerki : Ásdís Júlíusdóttir badminton, Halldóra B. Guðmundsdóttir fimleikum, Júlíus Friðriksson sund-fimleikum og Hjördís Baldursdóttir knattspyrnu.
Bronsmerki: Guðný Magnúsdóttir og Hilmar Örn Jónasson sund, Jónas Andrésson skot, Margeir Einar Margeirsson körfu, Mikael Þór Halldórsson taekwondo og Gunnlaugur Kárason fimleikadeild.