Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ragnar risi til Njarðvíkinga
Fimmtudagur 6. júlí 2017 kl. 20:34

Ragnar risi til Njarðvíkinga

Hinn hávaxni miðherji Ragnar Nathanaelson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Domino’s deildarlið Njarðvíkur í meistaraflokki karla í körfubolta en samningur var undirritaður í dag í höfuðstöðvum Bernhard í Reykjanesbæ. Ragnar mun hann hefja leik á komandi tímabili en hann er 218 sm. að hæð.

„Ragnar er okkur hvalreki og er búist við miklu af þessum einstaka leikmanni,“ segir í tilkynningu frá UMFN.

Ragnar lék í atvinnumennsku á Spáni á síðasta ári en var árið þar á undan með Þór, Þorákshöfn. Njarðvíkingar eru í skýjunum með þennan nýja liðsmann í Ljónagryfjunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024