Ragnar Örn og Sigurþór Ingi til Keflavíkur
Körfuknattleiksmennirnir Ragnar Örn Bragason og Sigurþór Ingi Sigurþórsson hafa skrifað undir samninga við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og munu leika með liðinu á næstu leiktíð að því er kemur fram á Karfan.is. Þröstur Leó Jóhansson gekk einnig í raðir Keflavíkur á dögunum.
Ragnar Örn, hefur undanfarin ár spilað með Þór Þorlákshöfn og Sigurþór Ingi hefur leikið með Bærum í Noregi.