Ragnar Helgi í Þór Akureyri
Njarðvíkingurinn Ragnar Helgi Friðriksson hefur ákveðið að söðla um og leika með Þór Akureyri í . deildinni á komandi tímabili í körfunni. Ragnar, sem er 18 ára, skoraði 2.3 stig og gaf 0.8 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Njarðvíkinga á síðasta tímabili og þykir Ragnar vera einn af efnilegri leikmönnum Njarðvíkur í dag. Ragnar fer til Þórs á venslasamning sem að liðin gerðu sín á milli.
Ljóst er að Ragnar Helgi fær kjörið tækifæri til að þróa sinn leik á Akureyri unir handleiðslu Benedikts Guðmundssonar sem að vinnur nú hörðum hönundum að smala í lið fyrir komandi tímabil.