Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Ragnar Gröndal íþróttamaður AÍFS
  • Ragnar Gröndal íþróttamaður AÍFS
Miðvikudagur 30. desember 2015 kl. 13:04

Ragnar Gröndal íþróttamaður AÍFS

Akstursíþróttamaður Akstursíþróttafélags Suðurnesja var valinn á aðalfundi félagsins á dögunum. Það var að þessu sinni Ragnar Gröndal sem að varð fyrir valinu en hann varð bikarmeistari í sínum flokki í rallycrossi á árinu.

Ragnar hefur keppt þar um nokkur skeið með góðum árangri og endaði árið í öðru sæti til Íslandsmeistara og eins og áður sagði sigraði í bikarmótinu sem að var tveggja daga mót.

Ragnar tók einnig þátt í sinni fyrstu rallykeppni á árinu og keppti í Suðurnesjaralli AÍFS með góðum árangri.

Árangur Ragnars á árinu í rallycrossi var sigur í fyrstu keppni og lenti hann í öðru sæti tvisvar og þriðja sæti í síðustu keppni en einungis munaði 8 stigum í fyrsta sætið til Íslandsmeistara.

Einnig má nefna að Ragnar hefur gefið mikið af sér við félags- og sjálfboðavinnu hjá AÍFS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024