Ragnar Davíð íþróttamaður Voga
Val á íþróttamanni Voga 2012 fór fram á þrettándanum og var það kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan sem hreppti titilinn.
Ragnar byrjaði árið á að vinna skálamótið í Grindavík þar sem að hann spilaði á einu höggi undir pari. Þar vann hann marga kylfinga sem að eru með mun lægri forgjöf en hann.
Ragnar vann svo Bikarkeppni GVS í sumar.
Hann var svo í öðru sæti í meistaramótinu þegar að hann þurfti að draga sig úr keppni vegna vinnu.
Í águst lenti hann í þriðja sæti í höggleik í opna Subway mótinu hjá golfklúbbnum Keili. Þar lagði hann að velli meðal annars 2 fyrrum Íslandsmeistara í golfi þá Ólaf Björn Loftsson og Kristján Þór Einarsson.
Ragnar endaði svo árið á því að vinna opnu haustmótaröð GVS í höggleik.
Ragnar hefur verið í golfi síðan 1997 og hefur unnið fjölda móta. hann hefur meðal annars 3 sinnum verið klúbbmeistari GVS. Vann 1. flokk í meistaramóti Suðurnesja 2002.
Ragnar hefur verið duglegur að stunda golf og æfir hann 15-20 tíma í viku á golftímabilinu.
Sjö tilnefningar bárust til frístunda- og menningarnefndar og vandaðist þá valið.
Aron Snær Arnarson Júdó
Gunnar Júlíus Helgason Knattspyrna
Haukur Örn Harðarson Knattspyrna
Hákon Þór Harðarson Knattspyrna
Matthías Kristjánsson Júdó
Ragnar Davíð Riordan Golf
Þórarinn Halldór Árnason Júdó