Ragnar Bjarni íþróttamaður Voga
Ragnar Bjarni Gröndal akstursíþróttamaður er íþróttamaður ársins í Vogum 2016. Ragnar var valinn akstursíþróttamaður ársins annað árið í röð hjá AÍFS í október síðastliðinn. Varð hann bikar- og Íslandsmeistari á árinu í sínum flokki og er það glæsilegur árangur. Þess má geta að hann varð bikarmeistari þriðja árið í röð. Ragnar tók einnig þátt í nokkrum rallýkeppnum og stóð sig vel. Lið hans heitir Big red racing. Ragnar keppti í 2000 flokki í rallýkrossinu og nýliðaflokki í Rallý.