Rafn og Snorri áfram í Njarðvík
Rafn Markús Vilbergsson og Snorri Már Jónsson munu áfram þjálfa lið Njarðvíkinga í fótboltanum næstu tvö árin, en samningar náðust um helgina. Félagarnir sem enduðu í sjötta sæti Inkasso deildarinnar með liðið, halda því góðu starfi áfram. Undirbúningur fyrir næsta tímabil er að hefjast um næstu mánaðarmót og er nú verið að vinna í leikmannamálum að því er fram kemur á heimasíðu félagsins.