Rafn og Lúkas semja við Njarðvík
Rafn Markús Vilbergsson og Lúkas Malesa skrifuðu á dögunum undir samning hjá Njarðvík og munu leika með liðinu í 2. deildinni í knattspynu. Rafn sem kom upphaflega til Njarðvíkur árið 2005 frá Víði Garði fór í lok júlí sl. sumar yfir til Keflavíkur og spilaði með þeim sex leiki og skoraði eitt mark í Pepsi-deildinni. Rafn sem er einn leikreyndasti leikmaður Njarðvíkinga í dag með alls 145 leiki og 50 mörk.
Þá skrifaði Lúkas Malesa undir tveggja ára samning en hann kemur frá Keflavík. Lúkas sem er af pólskum ættum fluttist ungur til Íslands og var hjá Njarðvík í yngri flokkum upp í 3. flokk.