Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rafn með slitið krossband og rifinn liðþófa
Þriðjudagur 28. ágúst 2007 kl. 09:29

Rafn með slitið krossband og rifinn liðþófa

Knattspyrnumaðurinn Rafn Vilbergsson sem leikur með Njarðvík í 1. deild karla verður frá keppni fram á næsta sumar. Rafn meiddist í leik gegn Þór Akureyri þann 11. ágúst síðastliðinn og nú er komið í ljós að hann er með slitið krossband og rifinn liðþófa og þarf að gangast undir hnífinn nú í haust.

 

Rafn kom til liðs við Njarðvíkinga í mótsbyrjun 2005 og hefur síðan þá ekki misst úr leik hjá félaginu og því töluverð blóðtaka fyrir þá grænu sem þegar hafa á nokkuð þunnum hóp að skipa eins og stendur.

 

Rafn lék 15 leiki fyrir Njarðvíkinga í sumar, skoraði tvö mörk og fékk tvö gul spjöld.

 

www.umfn.is

 

VF-mynd/ [email protected] - Rafn í leik með Njarðvíkingum gegn Fjölni fyrr í sumar.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024