Ræðst í kvöld hverjir mæta Keflvíkingum í úrslitum
Það ræðst í kvöld hverjir mæta Keflvíkingum í úrslitum Intersport-deildar karla í körfuknattleik en úrslitin hefjast á laugardag. Grindavík og Tindastóll mætast kl. 19:15 í Grindavík í oddaleik en bæði liðin hafa unnið tvo leiki. Grindvíkingar eru fyrirfram taldir mun sigurstranglegri en þó má aldrei vanmeta Tindastól.Eins og áður segir hefst leikurinn kl. 19:15 og má búast við gríðarlegri stemningu á leiknum!