Púttmót í HF í kvöld - allir velkomnir
Þriðja mótið af tíu í púttmótaröð GS verður í kvöld kl. 19 í HF við Hafnargötu 2 í Keflavík. Mótið er opið öllum og aðgangur kostar kr. 500. Ókeypis er fyrir börn fædd 1996 og síðar. Kúlur og pútterar á staðnum. Góð verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara mótaraðarinnar í hverjum flokki í boði Nettó. Þá verða dregnir út Ecco golfskór úr hópi þeirra sem hafa tekið þátt í a.m.k. sjö mótum.
Keppnisflokkar: 1) Barnaflokkur (fædd 1996 og síðar), 2) forgjöf 11 og yfir 3) forgjöf undir 11.
Keppnisfyrirkomulag: Leiknir þrír 18 holu hringir og gilda tveir bestu hringirnir í hverju móti. Keppendur geti leikið oftar sama kvöld gegn greiðslu gjalds kr. 500 í hvert sinn
Hægt að sjá úrslit á www.golf.is/gs og þar undir skjöl.