Púttmót hjá GS í HF í kvöld
Golfklúbbur Suðurnesja heldur púttmót í inniaðstöðu klúbbsins í „HF“ við Hafnargötu í Keflavík í kvöld. Mótið er til styrktar unglingastarfi klúbbsins og keppnisgjald er 500 kr.
Allir eru velkomnir, hvort sem þeir eru félagar í GS eða ekki og þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa hug á að spreyta sig í íþróttinni að koma.