Púttmót barna og unglinga
Golfklúbbur Suðurnesja stóð fyrir mótaröð í pútti fyrir börn og unglinga í
nýjum æfingasal félagsins á nýliðnu hausti. Keppnin fór fram sex síðustu
laugardaga fyrir jól og margir stórefnilegir kylfingar tóku þátt í mótinu.
Í stúlknaflokki sigraði Heiða Guðnadóttir í höggleik og holukeppni, í öðru
sæti var Kristín Ósk Gísladóttir og í þriðja sæti Bergþóra Eiríksdóttir. Í
flokki drengja yngri en 12 ára sigraði Alfreð Elíasson í höggleik, Guðmundur
Auðunn Gunnarsson var í öðru sæti og Ragnar Örn Rúnarsson var í þriðja sæti.
Í holukeppni voru sömu voru sömu drengir í þremur efstu sætum en Ragnar
sigraði og Alfreð var í þriðja sæti. Í flokki drengja 13-15 ára sigraði
Páll Ágúst Gíslason í höggleik, Birkir Már Jónsson var í öðru sæti og Þórður
Ásþórsson var í þriðja sæti. Í Holukeppni sigraði Birkir, Héðinn Eiríksson
var í öðru sæti og Þórður í því þriðja. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir
flest bingó en það er hola í höggi. Bingóverðlaun fengu Heiða Guðnadóttir,
Alfreð Elíasson og Páll Ágúst Gíslason. Margir nýir kylfingar tóku þátt í
púttmótinu og framfarir voru miklar. Tveir þóttu skara framúr og voru þeim
veitt sérstök verðlaun fyrir framfarir. Viðurkenningar hlutu Páll Ágúst
Gíslason og Guðmann Lúðvíksson. Viðurkenningu fyrir prúðmennsku fengu
Grétar Þór Sigurðsson og Marín Hrund Jónsdóttir.
Upp úr miðjum janúar er von á skoska golfkennaranum Jamie Darling til
landsins, en hann hefur dvalið í sínum heimalandi frá því í haust. Æfingar
munu þá hefjast í Æfingarsal GS. Börn og unglingar eru hvött til að
kynna sér frábæra aðstöðu í Æfingasalnum að Hafnargötu 2 og taka þátt í
æfingum. Stúlkur eru sérstaklega boðnar velkomnar.