Púttað í HF í kvöld - Allir velkomnir
Níunda mótið í púttmótaröð Golfklúbbs Suðurnesja verður kl. 19-21 í HF í kvöld. Mjög góð aðsókn hefur verið í púttmót GS í HF undanfarin mánudagskvöld og stemmningin góð í gamla fiskhúsinu þar sem nú er púttað og slegið.
Mótið er til styrktar unglingastarfi GS. Aðgangseyrir er kr. 500 og frítt fyrir börn fædd 1996 og síðar. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir eru í GS eða ekki. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum hvert kvöld og síðan eru veglegir vinningar fyrir þá sem eru með bestan árangur í lokin frá Nettó og Ecco.
Staðan fyrir níunda mótið er þannig að í forgjafarflokki undir 11 leiðir Davíð Viðarsson með 408 högg. Í forgjafarflokki yfir 11 leiðir Atli Þór Karlsson með 460 högg og í barnaflokki leiðir Birkir Orri Viðarsson með 448 högg.
Völlurinn verður í léttara lagi í kvöld þannig að góður möguleiki er að bæta skorið sitt. Einungis þeir sem taka þátt í 7 mótum geta unnið mótaröðina og eiga jafnframt möguleika á veglegum úrdráttarverðlaunum. Stöðu mótsins er svo hægt að sjá í heild sinni á golf.is/gs.
[email protected]