Púttað í HF í kvöld
Metþátttaka hefur verið síðustu mánudagskvöld á púttmótaröð Golfklúbbs Suðurnesja í HF í Keflavík. Fjórða mótið verður í kvöld og eru allir velkomnir, hvort sem þeir eru í Golfklúbbi Suðurnesja eða ekki.
Þór Ríkharðsson púttaði best allra sl. mánudag og sló við kempum á borð við Örn Ævar Hjartarson og Davíð Jónsson og lék 36 holurnar á 55 höggum. Keppt er í tveimur flokkum fullorðinna og í barna- og unglingaflokki. Verðlaun eru veitt fyrir bestan árangur í öllum flokkum hvert kvöld. Glæsileg verðlaun frá Nettó og Ecco verða síðan veitt að loknum tíu mótum þar sem sjö bestu mótin telja.