Pumpan er farin að slá hraðar hjá Jóhanni Árna
Fyrrum leikmaður Njarðvíkinga, Jóhann Árni Ólafsson var sáttur með sigur sinna manna í Grindavík í gær en liðið leit feikilega vel út á móti grönnum sínum og hafði öruggan sigur. Jóhann sagðist finna fyrir því að úrslitakeppnin væri gengin í garð og pumpan farin að slá hraðar. Hér að neðan má sjá spjall við Jóhann.