Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

PS hrósar sigri á árlegu Púttmóti
Mánudagur 12. september 2005 kl. 09:05

PS hrósar sigri á árlegu Púttmóti

Púttklúbbur Suðurnesja fagnaði sigri á hinu árlega púttmóti milli þeirra og GS þann 10. september. Aðeins 6 meðlimir Golfklúbbsins mættu og endaði þannig að þeir gáfu leikinn og gómsætt kaffi og meðlæti.

Þetta er í fimmta sinn í röð, sem PS vinnur GS á útivöllum og áður voru þeir búnir að vinna 11 sinnum í röð innanhúss, en keppt er um  bikar sem var gefin af  RÖST h/f  árið 1994. Vona PS-liðar að á næsta ári sjái GS-menn sér fært að mæta og keppa.

Næsta keppni hjá PS, er þann 15 sept  kl 1300, að Mánaflöt og er mótið styrkt af Framkvæmdasjóði Aldraðra í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024