Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Preece farinn frá Keflavík
David Preece er farinn frá Keflavík.
Miðvikudagur 3. júlí 2013 kl. 16:45

Preece farinn frá Keflavík

Enski markvörðurinn David Preece hefur leikið sinn síðasta leik með Keflvíkingum. Hinn 36 ára gamli Preece kom til Keflvíkinga rétt fyrir mót en hann hefur nú leikið sinn síðasta leik með liðinu. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

„Hann átti aldrei að vera svona lengi. Hann átti að vera í ákveðinn stuttan tíma og sá tími er kominn núna. Hann þarf að fara að huga að öðrum verkefnum erlendis,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga við Fótbolta.net í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, hefur verið að glíma við meiðsli frá því í vetur og óljóst er hvort hann verði klár í slaginn í næsta leik gegn Breiðabliki þann 14. júlí.

„Það er ekki komið í ljós með Ómar en það skýrist á næstu dögum. Við erum líka með stóra og efnilega markmenn sem við treystum á,“ sagði Kristján.

Ómar var á bekknum hjá Keflavík í byrjun móts en í undanförnum leikjum hefur hinn 19 ára gamli Bergsteinn Magnússon verið varamarkvörður.