Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Poweradetitilvörn Keflavíkur hefst í kvöld
Fimmtudagur 20. september 2007 kl. 10:05

Poweradetitilvörn Keflavíkur hefst í kvöld

Í kvöld hefst Poweradebikarkeppni karla í körfuknattleik en þetta er annað árið þar sem keppnin hefst og klárast áður en deildirnar byrja. Í kvöld taka Kelfvíkingar á móti Þór frá Akureyri í Sláturhúsinu í Keflavík og Skallagrímur fær Stjörnuna í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Keflvíkingar voru sigurvegarar keppninnar í fyrra og eiga því titil að verja að þessu sinni.

 

Á morgun föstudag fara svo fram tveir leikir en þá eigast við ÍR og Fjölnir annars vegar og Hamar og Tindastóll hins vegar. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15.

 

Kr, Njarðvík, Grindavík og Snæfell sitja hjá í fyrstu umferð og mæta sigurvegurum úr þessum fjórum viðureignum í 8 liða úrslitum keppninnar á laugardag og sunnudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024