Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Poweradebikarinn: Njarðvík lagði Íslandsmeistarana
Fimmtudagur 1. október 2009 kl. 09:24

Poweradebikarinn: Njarðvík lagði Íslandsmeistarana


Njarðvíkurpiltar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Powerade bikarsins í gær með góðum sigri gegn KR í DHL höllinni, 94-85. Það verða því Njarðvík og Grindavík sem mætast í úrslitunum á sunnudaginn. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og hefst kl. 15:30

KR liðið átti sterka byrjun og komst í 11-0. Seigla Njarðvíkinga kom þeim aftur inn í leikinn og eftir fyrsta leikhluta munaði tveimur stigum, 25-23 KR í vil. Eftir annan leikhluta var staðan orðin 51-51 í æsispennandi og hnífjöfnum leik.

Njarðvíkingar komu vel stemmndir í seinni hálfleikinn og náðu 11 stiga forskoti. KR liðið var hins vegar ekkert á því að hleypa þeim of langt framúr og minnkuðu muninn í fjögur stig í lok 3ja leikhluta þar sem staðan var 67-71.

Baráttugleði Njarðvíkinga var algjör og skilaði þeim níu stiga sigri þegar yfir lauk, 94-85.
---


Mynd/www.karfan.is - Friðrik Stefánsson í baráttu undir körfunni í gær. Hann skoraði 24 stig og hirti fjölda frákasta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024