Poweradebikar kvenna: UMFN mætir Íslandsmeisturunum í kvöld
Í kvöld kl. 19.15 verður leikin fyrsta umferðin í Powerade- bikarkeppni KKÍ í meistaraflokki kvenna. UMFN mætir liði Hauka á Ásvöllum. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Það verður því líklega á brattan að sækja fyrir Njarðvíkurliðið.
„Þetta verður fín prófraun fyrir þessar ungu stelpur að mæta jafn öflugu liði og Haukar eru. Enda þótt nokkrar mannabreytingar hafi átt sér stað hjá þeim, verða þær án efa með bestu liðunum í vetur. Við munum að öllum líkindum leika án Ólafar Helgu. Hún meiddist í leiknum gegn Stjörnunni og þarf tíma til að jafna sig. Þá verður Helga Jónasar frá um tíma, en hún þurfti í aðgerð í vikunni. Þetta kemur á versta tíma fyrir okkur, en ungu stelpurnar okkar verða bara að stíga upp á meðan og sína hvað í þeim býr,“ er haft eftir Unndóri Sigurðssyni þjálfara Njarðvíkur á heimasíðu félagsins. Unndór býst erfiðum en jafnframt skemmtilegum leik.