Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Powerade unglingamót í Leirunni 11. ágúst
Þriðjudagur 7. ágúst 2007 kl. 15:51

Powerade unglingamót í Leirunni 11. ágúst

Golfklúbbur Suðurnesja heldur Powerade unglingamót í golfi laugardaginn 11. ágúst næstkomandi. Mótið er upphitun fyrir Íslandsmót unglinga sem haldið er dagana 17. til 19. ágúst. Mótið er flokkaskipt og keppt verður í eftirfarandi flokkum. Strákar 13 ára og yngri, stelpur 13 ára og yngri, drengir 14-15 ára, telpur 14-15 ára, piltar 16-18 ára og stúlkur 16-18 ára.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin án forgjafar í hverjum flokki. Nándarverðlaun verða á 8. og 16. holunni. Mótsgjald er kr. 1500. Skráning í mótið fer fram á golf.is. Leiran er í mjög góðu ásigkomulagi og er gott að nýta sér þessa helgi til að koma sér í keppnisgírinn fyrir Landsmót.

www.kylfingur.is

 

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024