Powerade bikarinn: Auðveldur Njarðvíkursigur í gær
Njarðvíkingar áttu ekki í vandræðum með lið Fjölnismanna í gærkvöld í fyrstu umferð Powerade bikarsins. Leikur liðanna fór fram í Ljónagryfjunni og lauk með sigri heimamanna, 81-66. Friðrik Stefánsson var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 19 stig og fjöldan allan af fráköstum.
Njarðvíkingar og Keflvíkingar mætast í næstu umferð bikarsins á sunnudaginn kl. 19:15. Leikurinn fer fram í Toyotahöllinni.
---
VFmynd úr safni - Friðrik Stefánsson úr Njarðvík.