Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Poulsen í heimsókn hjá Keflavík
Fimmtudagur 17. nóvember 2005 kl. 13:41

Poulsen í heimsókn hjá Keflavík

Knattspyrnumaðurinn Poul Poulsen, frá Færeyjum, er við æfingar hjá Keflvíkingum um þessar mundir. Poul er 19 ára varnar- og miðjumaður og er á meðal efnilegustu leikmanna Færeyja.

Poul þessi er góðkunningi færeyska landsliðsmannsins Simuns Samuelsen sem þegar er fyrir hjá Keflavík. Poul kom til Keflavíkur að áeggjan Jakobs í Storustofu sem er umboðsmaður margra færeyskra knattspyrnumanna og lögmaður í Þórshöfn.

www.keflavik.is

Mynd: www.vb1905.fo  - Poul Poulsen


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024