Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pílumót um helgina
Frá móti á vegum Pílufélags Reykjanesbæjar.
Fimmtudagur 10. apríl 2014 kl. 09:24

Pílumót um helgina

- páskaegg í verðlaun.

 

Pílufélag Reykjanesbæjar tekur páskana snemma í ár og heldur páskamót næstkomandi laugardag kl 16:00 í húsakynnum félagsins. Mótið verður hefðbundið 501 mót spilað í riðlum og svo hreinn útsláttur. Ef næg þáttaka verður, verða spiluð b-úrslit.
 
Vinningar eru gómsæt páskaegg eins vera ber. Gjald er 2000 kr á spilara. Skráning er hjá Helga Magg í síma 660-8172 og hann hvetur fólk til að láta vita tímanlega. Skráningu lýkur kl 15:45 sama dag laugardeginum.
Veitingar verða seldar á staðnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024