Philo á leið frá Njarðvík?
Njarðvíkingar í körfuknattleik eru farnir að líta í kringum sig eftir nýju erlendum leikmanni til að leika með liðinu. Samkvæmt Morgunblaðinu í morgun eru talsverðar líkur á því að Pete Philo þurfi að gangast undir aðgerð á hné en talið er að liðþófi kappans sé jafnvel slitinn. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa Njarðvíkingar þegar leyst Philo undan samningi en það var gert að hans eigin ósk sökum áðurnefndra meiðsla. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af forráðarmönnum liðsins en í þá hefur ekki náðst. Teitur Örlygsson, leikmaður Njarðvíkingar, kvaðst ekkert vita um málið þegar Víkurfréttir spurðu hann frétta.
Víkurfréttir eru að reyna að hafa upp á forráðarmönnum liðsins þessa stundina til að fá staðfestingu á þessu máli.
Víkurfréttir eru að reyna að hafa upp á forráðarmönnum liðsins þessa stundina til að fá staðfestingu á þessu máli.