Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pétur þjálfar Grindavíkurstúlkur
Miðvikudagur 30. apríl 2008 kl. 09:47

Pétur þjálfar Grindavíkurstúlkur



Pétur Guðmundsson var í gærkvöldi ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Segir í tilkynningu á vef UMFG að þetta séu mikil gleðitíðindi fyrir grindvískan kvennabolta, en stúlkurnar hömpuðu bikarmeistaratitlinum í vetur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pétur er flestum hnútum kunnugur hjá Grindavík því hann lék með þeim allan sinn meistaraflokksferil utan eins árs. Þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari Friðriks Ragnarssonar hjá karlaliðinu síðustu 2 ár.

Í tilkynningunni á www.umfg.is segir að stjórn körfuknattleiskdeildarinnar bjóði hann velkominn til starfa og að mikils sé vænst af starfi hans.

Pétur hyggst aðeins tefla fram einum erlendum leikmanni á næsta ári og vill hann fá Tiffany Roberson aftur til liðsins ef það er mögulegt, en hún lék stórkostlega með liðinu á nýliðinni leiktíð.

Varðandi frekari viðbætur í hópinn segist hann bera traust til núverandi leikmanna liðsins að keppa um alla titla en segist jafnframt ekki slá hendinni á móti því ef nýjir leikmenn vilji bætast í hópinn.

VF-mynd/Þorgils - Pétur í kveðjuleik sínum með Grindavík í fyrravor