Pétur Gumunds hættur hjá Grindavík
Pétur Guðmundsson mun ekki þjálfa kvennalið Grindavíkur á næstu leiktíð, en hann var leystur undan samningi sínum að eigin ósk.
Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við liðið, en segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi hætt af persónulegum ástæðum. Pétur segir þó að vel komi til greina að halda áfram að þjálfa, enda hafi hann gaman af starfinu.
Gengi Grindavíkurliðsins var misjafnt undir hans stjórn þar sem liðið var við botn deildarinnar fram að áramótum en tók góðan kipp upp á við eftir tilkomu Keshu Tardy. Liði féll út í undanúrslitum gegn meisturum Keflavíkur.