Pétur Guðmundsson ráðinn þjálfari kvennaliðs UMFG
Pétur Karl Guðmundsson fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers í NBA deildinni hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í Grindavík og mun hann þjálfa liðið á næsta tímabili. Pétur mun einnig verða umsjónarmaður yngriflokkastarfs félagsins. Ljóst er að þetta eru góðar fréttir fyrir Grindvíkinga þar sem Pétur er hokinn af reynslu úr heimi körfuboltans.