Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pétur Guðmunds ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur
Þriðjudagur 7. september 2010 kl. 22:44

Pétur Guðmunds ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur

Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari í Grindavík hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Keflavíkur í körfubolta.  Hann mun því standa við hlið Guðjóns Skúlasonar í vetur, en saman stefna þeir á að fleyta Keflavíkurliðinu langt á komandi tímabili, segir á heimasíðu Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pétur er fæddur 1972 og hefur viðamikla reynslu af þjálfarastörfum frá Grindavík. Hann hefur þjálfað meistaraflokk kvenna í Grindavík, yngri flokka, verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og kvenna síðastliðin 15 ár. Ásamt þessu lék hann með meistaraflokki karla í Grindavík í 15 ár.