Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pétur er á báðum áttum
Magnús í kampavínsbaði. Að neðan er Pétur á bekknum hjá Keflvíkingum en hann var aðstoðarþjálfari þar.
Laugardagur 26. janúar 2013 kl. 07:07

Pétur er á báðum áttum

Telur Magga Gunn vera X-faktorinn í bikarleiknum

Baráttujaxlinn Pétur Guðmundsson lék með bæði með Keflvíkingum og Grindvíkingum á farsælum ferli. Hann hafði það fyrst á tilfinningunni þegar liðin drógust saman að Grindvíkingar væru líklegri til sigurs. Nú er hann á báðum áttum. Hann telur að sigurmöguleikar Keflvíkinga felist fyrst og fremst í því hvort Magnús Gunnarsson verði jafn heitur og á dögunum þegar liðin áttust við í Grindavík. „Heimavöllurinn spilar líka stóra rullu og það gæti hjálpað Keflvíkingum,“ segir Pétur.

Grindvíkingar hafa meiri breidd í liði sínu að mati Péturs en hann telur þó að í bikarleik sem þessum þá séu þjálfarar að spila á sínum bestu mönnum. „Þorleifur Ólafsson á það til að detta í gang í svona leikjum og hann gæti komið sterkur inn á sunnudaginn,“. Sem leikmaður lék Pétur marga mikilvæga bikarleiki og hann segir þá vera þá skemmtilegustu leiki sem hægt sé að komast í. Í þannig leikjum sé hugafar og dagsform það sem skipti máli. „Menn eiga samt að mæta tilbúnir og stemdir í svona leiki og ég tel að sú verði raunin í þessari rimmu. Þetta verður mikil skemmtun fyrir áhorfendur,“ sagði Pétur að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024