Pétur á förum frá Keflavík
Knattspyrnumaðurinn Pétur Heiðar Kristjánsson er á förum frá Keflavík en þetta staðfesti leikmaðurinn við vefmiðilinn www.fotbolti.net í gær. Pétur Heiðar gekk til liðs við Keflavík síðastliðið sumar en hann er nú í leit að nýju félagi.
Pétur lék 7 leiki með Keflavík í Landsbankadeildinni og VISA-bikarnum og skoraði eitt mark í bikarkeppninni gegn Breiðablik. Pétur er 25 ára gamall og lék upp yngri flokkana hjá Þór á Akureyri.