Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pettinella verður með í kvöld
Ryan Pettinella á vafalaust eftir að láta Stjörnuenn finna vel fyrir því í teignum í kvöld.
Föstudagur 19. apríl 2013 kl. 16:02

Pettinella verður með í kvöld

- Er að skríða saman eftir veikindi

Bandaríska vöðvatröllið Ryan Pettinella verður í leikmannahópi Grindavíkur sem mætir Stjörnunni í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur staðfestir þetta við Vísi.is.

Pettinella gat ekki tekið þátt í fyrsta leik liðanna en hann veiktist skömmu fyrir leik og fór heim í hálfleik eftir að líðan hans versnaði til muna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Hann er að skríða saman og verður í búningi. Vonandi skilar hann einhverjum mínútum og góðu framlagi,“ sagði Sverrir Þór við Vísi.is. Grindavík er yfir í einvígi liðanna 1-0 eftir glæsilegan 108-84 sigur í fyrsta leik á miðvikudag. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og fer fram í Ásgarði í Garðabæ.