Pettinella aftur til Grindvíkinga
Grindvíkingar hafa samið við Bandaríkjamanninn Ryan Pettinella um að leika með liðinu það sem eftir er tímabils í Dominos-deild karla í körfubolta. Pettinella er öllum hnútum kunnugur í Grindavík enda áður leikið með liðinu. Í frétt á heimasíðu Grindvíkinga segir að Pettinella hafi enn ekki fengið starf það sem af er vetri og því hafi Grindvíkingar í samstarfi við styrktaraðila ákveðið að semja við kappann sem er væntanlegur til landsins 2. janúar.