Perlan styrkir sundfólk U.M.F.N.
Sigríður R. Kristjánsdóttir, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Perlunnar í Keflavík, afhenti nýlega 13-19 ára unglingum í sundeild U.M.F.N. þriggja mánaða æfingakort að gjöf. Kortið gildir í alla tíma og í þreksal og ætti því að nýtast afreksfólkinu okkar til lokaundirbúnings fyrir Íslandsmeistaramótið. Mótið verður haldið á Keflavíkurflugvelli dagana 17.-19. mars n.k. og þar má búast við æsispennandi keppni og góðri frammstöðu hjá sundfólki U.M.F.N þar sem krakkarnir hafa verið að bæta sig gífurlega að undanförnu. Steindór Gunnarsson, þjálfari liðsins, þakkaði rausnarlega og gagnlega gjöf fyrir hönd deildarinnar. Sigríður var ekki hætt gjafaaustrinu og gaf krökkunum líka „töff“ adidashúfur sem fást í Adidasverslun Perlunnar.